1.3.2008 | 20:55
Það er gott að fara með gát
Mikið er búið að skrifa um atvinnumál á Íslandi og hvernig tryggja má íbúum út á landi að nægileg störf séu í boði. Stóra spurningin er hvort töfralausn eins og eitt stóriðjuver í einhverjum firði mun hafa það jákvætt áhrif á landsbyggðinni eins og talsmenn stóriðjuvæðingar vilja telja fólkinu trú um. Álversævintýrið á Austfjörðunum er komið vel áleiðis og það er vel hægt að draga lærdóm af því. Hvað hefur gerst á þeim slóðum? Á Reyðarfirði og nánasta umhverfið hefur atvinnuástandið batnað. Hin bæjar- og sveitarfélög sem eru lengra frá eru ekki í eins góðum málum. Álverið á Reyðarfirði hefur nefnilega haft neikvætt áhrif á mörg önnur starfsemi á Austfjörðum. Hefur íbúum á þessum landshluta fjölgað eins og spáð var? Aldeilis ekki, íbúum hefur farið fækkandi núna þegar framkvæmdir við að reisa þetta álversferlíki eru að ljúka.
Við Íslendingar ættum svo sannarlega að fara með gát í frekari stóriðjuframkvæmdir því þar er ekki allt gull sem glóir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.