2.3.2008 | 12:06
Heilsulindir á Íslandi
Ég er að dvelja núna á heilsuhæli Náttúrufélag Íslands í Hveragerði. Það er skemmtilegt vetrarveður, glampandi sólskin í gær en snjókoma í dag. Ég er í meðferð vegna slitgigt og finn nú þegar að ég mun hafa mjög gott af því að vera hérna, bæði líkamlega og andlega. Eftir 3 vikna dvöl vonast ég til þess að geta mætt í vinnuna aftur.
Á mínum stuttum gönguferðum hér í nágrenni er ég búin að hugsa margt. Af hverju erum við hér á landi ekki með fleiri heilsulindum? Í vestrænu löndunum með öllu því velmegun sem ríkir þar hefur margt fólk við veikindi að stríða og oft eru orsökin að fólkið hefur það of gott. Ofþyngd, öndunarsjúkdómar, alls konar ofnæmi, húðvandamál eru bara nokkur dæmi. Auk þess verður fólkið eldri að meðaltali og öldruninni fylgja oft vandamál í beinum og liðamótum.
Hér á landi gætum við byggt upp myndarlegar heilsulindir sem gætu orðið þekktar langt út fyrir landsteinana. Gott dæmi um slíkt er Bláa lónið sem er orðið frægt um allan heim. þessi starfsemi hefur vaxið og dafnað og veitir nú þegar fjölda manns atvinnu. Annað dæmi eru litil fyrirtæki sem framleiða snyrtivörur með íslenskum jurtum. Ég hef gefið mörgum kunningjum og vinum mínum úti í Þýskalandi slíkar snyrtivörur og alltaf var fólkið jafn ánægð og spurði strax hvar væri hægt að kaupa þetta.
Ég er alveg sannfærð um að ef bara brot af því fjármagni sem ausið var í Kárahnjúkavirkjunin væri varið í að byggja upp og markaðssetja íslenskar heilsulindir þá gæti þetta verið mjög arðbær atvinnugrein sem tengdist auðvitað vaxandi ferðamannastraumnum hingað. Svona til að minnast á þá væri jafnvel ekki út úr kortinu að fara að tína fjallagrös og aðra jurtir í stórum stíl til að nota í náttúrulækningum (þetta fjallagrasa- kjaftæði er alltaf notað af virkjunarsinnuðum til að rökstyðja að ekkert kæmi til greina nema stóriðjan til að bjarga atvinnumálunum).
Með áframhaldandi uppbyggingu stóriðju hér á landi erum við hins vegar að eyðileggja ímynd Íslands sem hreint og óspillt land. Þar með spillum við líka fyrir stafsemi eins og ég er að benda á hér í þessum pistli. Nú þegar gera óþægindin vart við sig sökum mengunar hér á landi, t.d.brennisteinsfnykur og útfellingar frá Hellisheiðarvirkjunin, svifryk yfir hættumörkum oft á ári, kvikasilfur í Þingvallaurriði, áhrif frá háspennulínum. Við munum vakna við vondan draum - ef við erum ekki nú þegar vöknuð. Þá verður ekki aftur snúið af þeirri ógæfubraut sem græðgi og von á skjótfengnum gróða eru búin að leiða okkur á. Þá mun heyra hreint og fagurt land sögunnar til.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.