Náttúran er viðkvæm

Á bls. 2 í Morgunblaðinu í dag er grein sem allir ættu að lesa sem setja sitt já við stóra framkvæmdir í íslenskri náttúru. Það sem náttúrufræðingar grunaði lengi hefur nú verið staðfest: Lífríkið í Mývatn hefur hljótið mikið tjón út af kísilgúrvinnslunni sem var starfrækt þar í tæp 40 ár. Mýflugustofninn hefur hrunið og þar með var raskað fæðuframboð fyrir fiska og fugla. Og spáin er ekki bjartsýn: Ekki má reikna með að silungsstofninn í Mývatni nái sér einhvern tíma aftur.

Önnur frétt hvatti mig einnig til umhugsunar: Í Bandaríkjum hafa menn miklar áhyggjur af því að lífríkið í Grand Canyon sé að breytast mikið. Ástæðan? Stífla í Coloradofljótinu veldur því að framburður af ánni er ekki lengur eins og var. Litlar breytingar í umhverfinu geta nefnilega valdið stórum breytingum á hegðun lífríkisins. Hvernig verður það þá með stórum breytingum eins og t.d. Kárahnjúkastíflunni þar sem heil jökulá hverfur og aurburðurinn fer ekki lengur til sjávar? Þar sem vatnsmagn tveggja jökulfljóta í staðinn fyrir eina rennur í stöðuvatn? Þar sem gríðarleg magn af jökulleir þorna upp við lónsbakka og fer svo af stað í hvössum vindum? Öll þessi áhrif munu koma í ljós og ég er hrædd um að þau munu verða miklu stærra en menn gera sér grein fyrir.

Ættum við ekki núna að staldra við og hugsa okkar gang í stórframkvæmdum sem eru á teikniborðinu? Við erum ekki það illa stödd hér á Íslandi að við þurfum að taka fljótfærnislega ákvarðarnir. Ég vona svo sannarlega áð íslenskir ráðamenn bera gæfu til þess að íhuga vel frekari stóriðjuframkvæmdir með öllum þeim afleiðingum sem þær væntanlega munu hafa á okkar einstaka náttúru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband