Fallegur dagur

Í morgun var glampandi sólskin hér í Hveragerði. Eftir að hafa verið hér á heilsuhælinu í bara 1 viku er ég sæmilega brött og get farið ein í gönguferðir. Meðferðin skilar sér svo sannarlega vel. Eftir morgunmatinn dreif ég mig út í góða veðrinu og labbaði góða spöl meðfram Varmá. Smá lag af nýföllnum snjó er yfir öllu, trén lita út eins og flórsykur hefur verið sáldrað yfir þau. Náttúrufegurðin er mikið hér. Sólskinsblettir liggja hér og þar á Henglinum, gufan úr heitu hverunum stígur beint upp til himinsins sem er skreytt allskonar skýjum.

Væri það nú ekki hreint og beint glæpur að setja orkuver í þessa fallega dali, að planta skrímsli sem eiga að bera háspennulínurnar út um allt? Nú þegar er komið nóg af því. Henglasvæðið upp frá Hveragerði er útivistarparadís sem er skemmtilega nálegt íbúum höfuðborgasvæðisins. Hveragerðisbær hefur talsverðar tekjur af ferðamannaþjónustu og ber vonandi gæfu til þess að leyfa engar virkjunarframkvæmdir í þessu stórkostlega umhverfi sem blasir við hér rétt hjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband