Leikföng og ódýrt bensín

Eldsneytisverðið er orðið skuggalega hátt og það er spennandi að sjá hvenær sá venjulegi íslendingur hættir að væla og dregur frekar úr neyslunni. Stórir og eyðslufrekir bílar virðist ennþá að seljast vel.

Nýlega var sagt í fréttunum frá því að hugmynd er uppi um að veita ýmsum hópum aðgang að ódýru (lituðu) eldsneyti. Auðvitað er ekki spurning að til dæmis björgunarsveitir fá slíkt fyrir farartækin sín. En skemmtibátar, vélsleðar, torfæru - og fjórhjól? Það finnst mér alveg út í hött! Sá sem á efni á að kaupa svona leikföng á líka að eiga efni á að borga fyrir eldsneyti eins og við öll sem nota bílinn í nauðsýnlegar ferðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband