12.3.2008 | 20:25
Hvar er "fagra Ísland"?
Í dag undirrituðu ráðamenn í Garði og Reykjanesbæ framkvæmda- og byggingaleyfi fyrir álverið í Helguvík. Árni Sigfússon vill helst taka fyrstu skóflustunguna á morgun. En margt er ótryggt og í lausu lofti. Ekki er vitað hvaðan rafmagnið fyrir seinni helming álversins á að koma, ekki ljóst hvar rafmagnslínur eiga að vera, ekki fengið losunarheimild og ekki afgreitt kæruna frá Landvernd.
Nú mun koma í ljós hvort umhverfisráðherra hefur bein í nefinu. Ég öfunda Þórunni Sveinbjarnadóttur satt að segja ekki að þurfa að taka afstöðu til álvers í Helguvík. Sjálfstæðisflokkurinn er ráðandi aðilinn í ríkisstjórninni, frá Samfylkingunni hefur ekki heyrst mikið um "fagra ísland" nema frá fáum hugrökkum mönnum.
Ég þakka Dofra Hermannsyni fyrir góða frammistöðu í Kastljósinu í kvöld. Mér fannst að hann var mjög sannfærandi og málefnalegur. Andstæðinginn hafði ekkert nema gamla klisjur upp á að bjóða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.