17.3.2008 | 18:02
Merkilegur dagur
Í dag á yngri sonurinn minn afmæli. Ég er áð hugsa mikið til dagsins fyrir 22 árum þegar ég mátti loksins snerta og faðma þetta litla kríli sem hafði stækkað og þroskast inni í mér í 9 mánuði. Stórkostlegt augnablik.
3 mánuði á eftir varð ég að taka ákvörðun um hvort ég færi aftur að vinna. Fæðingarorlofið var þá ekki lengra en það. Þetta hefur nú guði sé lof breyst til hins betra. Við áttum ekki mjög mikinn pening á þeim tíma til að spila úr og þannig fór að ég gaf litla 3 mánaða barnið mitt í pössun til dagmömmu. Mikið hefði ég hins vegar verið fegin því ef ég hefði fengið borgað fyrir að vera heima hjá börnunum mínum eins og það er til tals núna hjá Reykjavíkurborginni og mætur svo miklu gagnrýni hjá femínistunum.
Hvað er svona slæmt við það að mæður séu heima hjá börnunum sínum fyrstu árin? Það hefur ekkert við það að gera að "koma konunum aftur bak við eldavélina". Börnunum er einfaldlega ekki hollt að alast upp að mestu hjá öðru fólki. Það sem verður hins vegar að bæta í okkar þjóðfélagi er að konunum verður tryggð að fá starfið sitt (eða sambærilegt starf) aftur eftir lengra hlé og að þær fá metin þau ár sem þær eru heima hjá börnunum í sambandi við starfsaldur eða lífeyrisréttindin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.