Viðskiptafréttir?

Staðan í peningamálunum er á allra vörum núna. Maður opna ekki útvarpið án þess að slæmar fréttir berast um efnahagsástandið hér á skerinu. Maður gluggar ekki í dagblöðin án þess að manni verður óglatt yfir því hvernig góðæri breytist á svipstundu í það gagnstæðu.

En svo skoðar maður íþróttadálkinn í blöðunum. Sem áhugamaður um íþróttir er ég alltaf spennt í þessar blaðsíður. En hvað skyldi vera aðalefni þar? Hvaða fótboltastjarna verður selt hvert og fyrir hvaða margar milljónir. Hvaða auðmaður kaupir hvaða fótboltafélag? Á þetta ekki heima í viðskiptafréttunum?

Mér finnst að íþróttafréttir eiga að vera um íþróttir. Og þá ekki bara um íþróttagreinar þar sem atvinnumenn velta milljónir og milljarðar. Ekki bara um fótbolta, formúlu, gólf. Handboltinn og körfuboltinn fá að vísu umfjöllun en þar með er það upptalið. Ég óska mér fjölbreytilegra fréttaflutnings, umfjöllun um fleiri íþróttagreinar, fréttir frá íþróttum unglinga, barna og einnig öldunga.

Svo langa mig að spyrja: Hvað hefur enski fótboltinn fram yfir þann ítalska, þýska, spænska, suðurameríska? Ég skil alls ekki alla þessa umfjöllun sem hann fær. Sorry!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Algjörlega sammála! Íþr.umfjöllun fjölmiðla snýst miklu meira um viðskipti og stjörnudýrkun. En þetta er víst ódýrt og auðunnið sjónvarpsefni og er hugsað til að mæta ákveðinni þörf eða öllu heldur kröfu um innlent efni, þótt það séu víst innan við 10 % þjóðarinnar sem nennir að horfa á fótbolta í sjónvarpi. Af þessum 10% eru 1% valdamiklir auðmenn sem heimta að hafa þetta efni og borga líklega einhvern veginn fyrir með styrkjum til sjónvarpsstöðva. Annars er ég nú bara að fabúlera, en sem sagt: innilega sammála þér í þessu :-) 

LKS - hvunndagshetja, 27.3.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband