Mótmæli í Ártúnsbrekkunni

Ég er mjög hlynnt friðsamlegum mótmælum og mættum við hér á landi vera duglegra að taka þátt í slíku. En mótmælum verða að vera þannig að tekið verður eftir því. Og það verður tekið eftir því þegar einhverjir hafa óþægindi af þessu. Í gær lokuðu nokkrir flutningabílstjórar aðalumferðaæðinni út úr borginni til þess að mótmæla bensínokri. Fullt af fólki sat fast í umferðinni. Fréttamenn tóku viðtal við suma þeirra. Ein kona vildi meina að nú sæti hún fast og eyddi sitt bensín að óþörfu. Henni datt ekki einu sinni í hug að drepa á vélinni. Landinn er ekki nógu duglegur að spara dropana. Það væri rétta svarið við okrið: að draga úr neyslu. En við erum lélegir neytendur, við kaupum bara meira þegar verðið hækkar - það gæti jú hækka enn meira seinna!

En þeim bilstjórum sem stóðu fyrir mótmælunum í gær er vorkunn. Rekstur vöruflutningabíla er þeirra atvinna og erfitt er hjá þeim að draga úr neyslu eldsneytis.

Lögreglan tók mjög vinsamlega á sökudólgunum sem lokuðu Ártúnsbrekkunni í gær. Mér er ennþá minnistætt þegar umhverfissinnar fóru í mótmælagöngu í Reykjavík og þeir voru ekki teknir neinum vettlingatökum. Harkan var rökstutt með því að mótmælendurnir stefndu meðborgara í hættu með því að loka einhverjar götur, það kæmi enginn sjúkrabíll að ef þyrfti. Ekki hefði verið léttur leikur í gær fyrir neyðarbíll að komast að í Ártúnsbrekkunni. En það er ekki sama hver gerir hlutina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

það er líka augljóst að mun auðveldari sé að færa "léttir" mótmælendur til en þá sem vega fjölmörg tonn og eru tröllvaxnir.  Sem sagt mun meiri hætta hefur skapast af umferðastöðvun vörubílstjóra.

Morten Lange, 1.4.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband