Dýrt er það!

Hvað gerir maður ef manni ofbýður verðið á einhverju? Eðlilegast þætti mér að draga úr neyslu sem mest og gefa þannig seljendum skýr skilaboð. Hér á landi er þetta einhvernvegin öfugt. Eldsneytið hefur upp á siðkastið hækkað gríðarlega. En hvað gerist? Aldrei fyrr hafa selst jafn marga bíla og meira að segja stór og eyðslufrek ökutæki. er mönnunum vorkunn? Mér finnst ekki. Við flest allir gætu dregið talsvert úr notkun eldsneytis. Við gætum t.d.:

Verið sem mest á litlum og sparineytum bílum.

Ganga eða hjóla stutta vegaengdir og nota strætó sem mest.

Skipuleggja sig betur og tengja ferðir saman, forðast alla óþarfa skreppitúra.

Samneyta ferðir með öðrum.

Aka vistvænt. Ef einhver veit ekki hvað þetta þýðir þá er stundum boðið upp á námskeið.

Forðast eins og hægt er að vera á ferð á háannatímum.

Atvinnubílstjórarnir hins vegar geta ekki dregið úr akstri, þetta er þeirra lífsbrauð. Þess vegna væri mjög æskilegt að ríkisstjórnin myndi grípa til aðgerða til að létta þeim rjóðrið. Lækkun  í flutningskostnaði gæti skilað sér í lægra vöruverði á mörgum sviðum og komið þannig öllum til góða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Tek undir með þér  !

Orðið sem er notað yfir mýkri akstur er reyndar oftast vistakstur, sem er gott skref á leiðinni.  En akstur getur að sjálfsögðu alrei orðið vistvænn, í alvöru.  

Í stað þess að lækka álögur  á bensín og öðru sem veldur mengun, er viða í Evrópu verið að fara í öfuga átt.  Menn hækka gjöld á vörum og gjörðum sem fela í sér duldan kostnað, sem sagt sem draga úr möguleikar okkar og barnabarna til að lífa góðu lífi.  

Á móti eru skattar á vinnu lækkaðar.  Græn skattabreyting.

Kannski mætti gera það með sértækum aðgerðum gagnvart flutningafyrirtækin ?

Sumir hafa reynt að reikna út hversu mikið olían kosti okkur í reynd.  Hér er ein tilraunin :

The real cost of gasoline 

og tilvitnanir í fleiri skýrslur :

Cost of Oil 

Áhugasamir geta kíkt á lista með greinum um dulin kostnað

Morten Lange, 1.4.2008 kl. 15:43

2 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Alveg sammála. Ég var í fyrra frá júní og fram í febrúar á þessu ári, nær eingöngu á strætó og reiðhjóli og þótt það hafi verið nokkuð strembin aðlögun (alltaf að missa af strætó :-) þá fannst mér frábært að vera laus við þá kvöl sem er að þurfa að vera á bíl á mesta annatíma: í og úr vinnu. Nú verð ég hins vegar að reka bíl, svo ég keypti bíl til þess. Ætla síðan aftur að losa mig við bílinn þegar þessu verkefni lýkur. Hlakka mikið til.

LKS - hvunndagshetja, 3.4.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband