Grátlegt en satt

Umhverfisráðherra okkar var gráti nær í fréttunum í gær, enda úrskurðaði hún móti sínu sannfæringu.

Það kom í ljós að umhverfislöggjöf hér á landi eru ansi ófullnægjandi. Hver vissi þetta ekki fyrr? Við erum algjörlega í 1. bekk í umhverfismálunum, því miður. Framapotarar eins og Árni Sigfússon komast upp með að byrja bara að framkvæma þótt margir lausir endar séu ennþá í þessu Helguvíkurdæmi. En frekjan virðist sigra hér á landi.

Nýtt álver mun hafa slæmar afleiðingar hvað þenslan og verðbólga snertir, margir fagmenn eru sammála um þetta. Einnig er að setja spurningarmerki við það hvort atvinnulífið á Suðurnesjum mun græða svo mikið á álverinu. Á Austurlandi er farið að heyrast óánægjuraddir í sambandi við alla þessa stórframkvæmdir, ekki virðist að jákvæðu áhrifin á byggðarlagið eru jafn stórkostlegt og lofað var. 

Eru ekki einhverjir í þessari ríkisstjórn sem þora að segja nei við stóriðjubröltið? Ég trúi þessu ekki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband