11.4.2008 | 12:35
Skattpeningarnir mínir
Ég vil að það sé farið vel með skattpeningana mína! Ég er bara grunnskólakennari með lá laun en ég borga reglulega stóran part af kaupinu mínu í skatt. En ég vil ekki að ráðamenn þjóðarinnar fara illa með þessa peninga. Ég vil að mennta - og heilbrigðiskerfið okkar sé til fyrirmyndar, að allir hafa það gott í þessu ríku þjóðfélagi. Ég vil að börnin okkar fá að dafna og vaxa úr grasi og verða með okkar hjálp að hamingjusömum einstaklingum sem spreyta sig í lífinu.
Það er út úr kú að ráðherrar okkar eru með flottræfilshátt og ferðast í einkaþotum. Þeir þurfa ekki heldur neina háar upphæðir í dagpeningum enda er allt borgað fyrir þá í ferðalögum á vegum ríkisins.
Það er einnig slæmt að menn taka ekki ábyrgð á klúðri sem verður til í sínu ráðuneyti. Breiðarfjarðarferjan var t.d. selt á spottprís, tveimur vikum seinna seldi kaupandinn hana aftur á tvöföldu verði. Mætti maður kannski fá að vita hver þessi kaupandi var sem græddi svona vel? Grímseyjarferjan er líka kapitúli fyrir sig. Það eru mínir skattpeningar sem slík óliðandi vinnubrögð eyða í vitleysu. Hver axlar ábyrgð þegar milljónir fara til spillis af því að menn vinna ekki vinnuna sína eða eru hreint út sagt óhæfir til að standa sig í sínum embættum?
Athugasemdir
Á Íslandi axlar enginn ábyrgð.
Hólmdís Hjartardóttir, 11.4.2008 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.