Reiðhjólasumar

Bráðum heyrist þetta þekkta lag aftur sungið, þegar fólk veður snjó upp að ökklunum og fer skjálfandi af kulda í fínasta sumarpússinu í skrúðgöngu. Ég hef tekið eftir því að þeim börnum fer fjölgandi sem nota reiðhjólið sitt til þess að komast í skólann. Gott mál, mjög gott mál! Það er líka heilsuvíka í Mosfellsbænum og þá er fólkið hvatt til þess að hreyfa sig meira. Það hefur hins vegar ekki gerst mikið jákvætt í stigamálunum hér. Sumir eru ansi holóttir, þar sem einhvertíma var grafið eitthvað í sundur er það ennþá þannig. Í Teigahverfinu endar hjólreiðarstigurinn allt í einu á umferðagötu af því að þar var búin til hjáleið. Þótt þetta er tímabundið þá skapar það samt hættu fyrir börnin okkar sem hjóla í skólann. En það er bara hugsað um bílaumferðina. Það einasta sem virðist vera á döfinni í stigamálunum er að setja einhverjar asnalegar slár þvert yfir stigana til að hefta ferð okkar hjólreiðamanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Algjörlega sammála! Það þarf að endurmennta liðið í Vegagerðinni, nú eða bíða eftir að yngra fólk komist til vits og ára og fari að stýra framkvæmdum.

LKS - hvunndagshetja, 14.4.2008 kl. 18:49

2 Smámynd: Morten Lange

Hafa menn sett athugasemdir á  12og.reykjavik.is ( þar sem það á við ? )   Hvernig er farvegurinn ef maður vill benda bæjarstjórnin í Mosfellsbæ á svona hluti ?

Hægt er að gefa meðmæli með athugasemdum á 12og.reykjavik.is 

T.d. 1361, 1240, 972, 1078, 1076, 307, 306, 56,57, 625,  

Morten Lange, 17.4.2008 kl. 21:34

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég á eftir að skrifa þeim bréf og verð að reyna að vera kurteis.

Úrsúla Jünemann, 18.4.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband