15.4.2008 | 12:00
Stórskemmtilegur leikur
Í gær fékk ég að horfa á stórskemmtilegan leik í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Þar mættust Þróttur Neskaupstaður og Þróttur Reykjavík í öðrum úrslitaleik í kvennablaki. Leikurinn var jafn og spennandi, tilþrifin á köflum stórfín. Þróttur R. vann 3:1 og munu liðin mætast í oddaleik til að útkljá hver verður íslandsmeistari.
Því miður voru engin fjölmiðlar á staðnum, ekki minnst einu sinni á leikinn í dag í blöðunum. En í blaki hér á landi er engin atvinnumennska, ekki verða útborgað háar upphæðir og hneykslismálin eru fátíðar. Og svo var þetta nú "bara" kvennaleikur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.