18.4.2008 | 12:42
Það er gaman að hjóla
Eftir langt hlé þorði ég í fyrsta skipti aftur að hjóla úr Mosfellsbænum til Reykjavíkur. Mikið var það gaman! Vorhljóð í fuglunum, öldurniður, sólskin og hlý gola. Mér til mikilla gleði var sumstaðar byrjað að sópa stíginn og þar með engin hætta að renna til og detta. Það er líka kominn góður breiður stígur meðfram Sæbrautinni og það er hitt besta mál. En ósköp er loftið mengað í Reykjavík. Ennþá skrapa margir bæjargöturnar á nagladekkjum. Ég fann fyrir miklum kláða í andlitinu, sá varla út úr augunum því ég táraðist stöðugt af rykinu. Þegar maður snýtti sér kom grá drulla eins og maður hefði verið að vinna í kolanámu. Er ekki komið 15. apríl? Þá eiga allir að vera búnir að skipta um dekk. Það á bara ekki að gefa skussunum alltaf tækifæri. Löggan ætti að fara af stað og það núna! Sekta þetta nagladekkjafólk allavega á höfuðborgarsvæðinu. Það er akkúrat engin ástæða að tæta götur borgarinnar lengur.
Athugasemdir
Já ég er sammála, það er gaman að hjóla og sérstaklega gaman langt frá Reykjavík.
steinimagg, 19.4.2008 kl. 23:52
Jebb það er gaman að hjóla. Fór sjálfu tvívegis upp í Breiðholt um helgina og var í raun hissa hvað klifrið var lítið mál, og hve stuttan tíma þetta tók. Rúmar 20 mínútur frá Laugardalnum, í venjulegum fötum, á vetrarhjóli og með tösku sem vó nokkur kíló.
Gott að heyra að byrjað var að sópa á þinni leið. Hef líka tekið eftir því og fagna þótt enn vanti talsvert upp á. Eins og þú skil ég ekki þessa linkind gagnvart þeim sem eru með nagladekk undir bílunum marga daga eftir 15. apríl, hér á Suðvesturhorninu. Löggan ætti að segja frá því í fjölmiðlum á mánudag og svo byrja að sekta stíft á þriðjudag eða miðvikudag. Það er nú orðið ansi lengi síðan raunveruleg þörf var á vetrardekkjum hér. Snjókoman um daginn, breytti lítið um það.
Morten Lange, 21.4.2008 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.