Það var gaman í Kaupmannahöfn

Ég er nýkomin heim úr námsferð til Kaupmannahafnar. Ferðin var frábær og margt nýtt og nytsamlegt er maður búin að skoða. Hópurinn notaði almenningssamgöngurnar þvers og kruss um borgina. Það var alveg saman hvort maður fór með strætó, metró eða lest: Ekkert mál var að rata enda vel merkt allstaðar og vel skiljanlegt. Maður var mjög fljótt að komast á milli því strætó á alltaf forgang í umferðinni og lest og metró þurfa ekki að víkja fyrir neinni umferð. Ferðirnar eru einnig mjög tíðar og því þarf maður aldrei að bíða lengi. Ekki er fargjaldið dýrt og því eru margir íbúar sem nota bílinn sjaldan eða aldrei.

Mikið hefði ég óskað mér að vera á reiðhjóli þessa daga því veðrið var frábært. Gangandi og hjólandi fá við allar aðalumferðargötur sinn eigin stíg og þvílíkur fjöldi hjólreiðamanna er allstaðar á leiðinni. Það eru oft bara gömul og riðguð gíralaus hjól sem fólkið notar, alls ekki svona flott hjól eins og fólkið á hér á landi. Það sést karlmenn í jakkafötum, konur á háhæluskóm, ungir og gamlir, allir nota reiðhjól. Það er aldrei ágreiningur í umferðinni, allir eiga sitt eigið svæði. Og fólkið virðist vel þjálfað að fara eftir ákveðnum umferðareglum.

Það sem mér fannst líka athyglisvert er hve hreint það er allstaðar í borginni. þarna er starfsfólk allan daginn að tína rusl jafn óðum svo það safnast aldrei fyrir á götunum. Ekki bara einn dagur á ári hreinsunnarátak eins og hér á landi. Þarna er unnið jafn og þétt í að hafa borgina hreina.

Við eigum margt ólært hér á Íslandi og þótt við erum fámennt þá gætum við bætt talsvert hér heima og lært frá öðrum það sem hefur reynst vel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband