Frá Ísafirđi

Ţađ var gaman ađ koma til Ísafjarđar sl. helgi. Ţar átti sér stađ stćrsta og fjölmennasta trimm- mót á Íslandi: Íslandsmótiđ öldunga í blaki. Frá 30 ára og upp úr allan aldursskala var spilađ blak í 3 daga á Ísafirđi, Bolungarvík, Suđureyri og Flateyri. "Skellurnar" sem skipulögđu ţetta stóra mót eiga hrós skiliđ fyrir alveg frábćra daga sem blakfólkiđ fékk ađ upplifa. Ţetta tókst vel í alla stađi og lokahófiđ var sérlega glćsilegt. Skemmtilegt var einnig ađ sjá kvennalandsliđiđ spila leik á móti norska liđinu frá Tromsö. Flott innlegg ţetta.

Blak - íţróttin er frábćr íţrótt sem er hćgt ađ stunda fram eftir öllum aldri. Međ tilkomu "Krakkablaksins" geta börn frá 6 ára aldri lćrt skref fyrir skref ađ ná tökum á tćkninni sem mađur ţarf ađ kunna í blaki.

Ţessi íţrótt fćr ţví miđur allt of litla umfjöllun í fjölmiđlunum. Einasta frétt sem ég sá í dag í blöđunum var frá ţví ađ ein kona fékk hjartastopp í keppninni og tókst ađ bjarga henni međ réttum viđbrögđum. Ţarf eiginlega alltaf eitthvađ svoleiđis ađ gerast til ţess ađ komast í blöđin? Er ţađ ekki líka fréttnćmt efni ađ meira en 500 manns hittast á stađ úti á landi ađ keppa og skemmta sér konunglega? Ađ litiđ félag getur skipulagt jafn stórt mót međ slíkum glćsibragđ eins og hér var raunin?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband