Börn í umferðinni

Auðvitað er það hitt besta mál að hvetja börnin til að nota reiðhjól. Þetta er góð og holl hreyfing og sparar foreldrunum mörg "skutl" á bíl.

En hvað þarf til þess að börnin eru örugg í umferðinni? Margir foreldrar halda að það eitt að skella hjálm á hausinn á barninu er nóg. Hjálmurinn gerir auðvitað gagn ef hann er rétt stilltur, en hann er ekki allra meina bót. Barnið gæti slasast þótt með hjálm sé. Því miður eru hjólreiðaleiðir hér á landi lagðar í stubbum, byrja og enda einhverstaðar og maður er neyddur til að fara út á götuna. Gangstígar eru oft undirlagðir af sporlötum bílstjórum og löggan ekki nógu dugleg að sekta slíka menn.

Mér finnst að foreldrar eiga að sjá til þess að reiðhjól barnsins er með allan öryggisbúnað í lagi, að hjólið hentar barninu hvað stærð þess snertir og að barnið kann að nota hjólið rétt, t.d. kann á bremsurnar og gírstillinguna. Og svo eiga foreldrar helst að hjóla með barninu og kenna  bestu og öruggustu leiðir og helstu umferðareglurnar, t.d. að það er hægri umferð einnig á stígum og menn mætast samkvæmt þeirri reglu.

Með von um gleðilegt og slysalaust reiðhjólasumarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband