Of margir pólverjar?

Þvílík og annað eins sem sumir láta út úr sér! Einn kunningi minn vildi nú meina að kannski væri allt of mikið af Akranesbúum á landi einnig. Erlenda vinnuafl hefur þótt lengi nógu gott til þess að vinna skítaverkin hér á landi sem enginn Íslendingur kærir sig um. Um daginn var ég gapandi yfir svar eins nemanda þegar ég bað hann um að taka til á eftir sér. Hann bara spurði: "Höfum við ekki pólverja til þess?" Hvaðan fá börnin okkar slíkt viðhorf?  Hvað mundu allir þá Íslendingar sem fara í nám erlendis segja ef fólkinu erlendis þætti "allt of margir Íslendingar hér"?

Palestínumenn sem ætla að koma til landsins til þess að flýja frá því skelfilega ástandi í sínu heimalandi eru ekki einhverjir pólverjar. Þetta er fólk í neyð sem getur byrjað nýtt og mannsæmandi líf hér í okkar ríku landi þar sem er nóg af öllu. Ég vona að þetta fólk nær góða fótfestu hér með okkar hjálp og bið því velkomið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Úrsúla.

Börnin hafa eftir það sem fyrir þeim er haft og þess vegna eru fordómar svo lúmskir. Íslendingar eru mjög kærulausir gagnvart kynþáttafordómum og nota ýmis skammaryrði um útlendinga án þess að gera sér grein fyrir skaðsemi þeirra. Oft heyrir maður íslenska krakka tala um "niggara" og "tæja" eins og það sé ekkert athugavert við það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband