Sama um íslenska punga?

Um daginn las ég smáfrétt frá Danmörku um að einn hjólreiðastigur olli dönskum körlum vandræði. Þar var skilinn eftir 4 cm hár kantur þvert yfir stíginn og sársaukinn leyndi sér ekki í andlitunum þeirra karla sem hjóluðu yfir þennan kant án þess að lyfta rassinn.

En hvað um íslenska hjólreiðamenn? Þeim er gert daglega að hjóla yfir marga svona kanta, oft miklu hærra hindrana. Þeir verða látnir hossa yfir möl og grjót þar sem stígarnir enda skyndilega. Þegar það þarf að grafa eitthvað upp í stígunum tekur venjulega mörg ár að laga það aftur. Og svo eru margir stígar, allavega í mínum heimabæ næstum orðnir eins og þúfnalandslagið á Arnarvatnsheiðinni, allstaðar með bungar þar sem steinar og gróður kemur í gegn.

Eru pungar í íslenskum hjólreiðamönnum minna viðkvæmir en í þeim dönskum eða er þeim sem sjá um viðhald stígana einfaldlega saman um íslenska punga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Hehe þessi er góður. Fyrir fjórum árum þá gerði Danska hjólreiðasambandið könnun á því hvar mætti finna verstu hjólreiðabraut í ríki Margrétar. Niðurstaðan kom á óvart, hún líktist mest dæmigerðri íslenski gangstétt.

Ég mæli eindregið með því að hjólreiðafólk hjóli á götunum og láti bara mikið fyrir sér fara. Akbrautir eru sléttar, þær fá reglulegt viðhald, þar eru engin hættuleg blindhorn, þær fá og hafa mikið rými, þar eru engin glerbrot og leiðin liggur rökrétt beina leið sem allir þekkja. Nákvæmlega eins og hjólreiðabrautir eiga að vera. 

Magnús Bergsson, 28.5.2008 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband