Heilbrigð þróun

Nú er spáð að hagvöxturinn verður engin næstu árin. Er það í raun og veru vond frétt? Er þetta ekki bara heilbrigð þróun eftir allt sukkið og eyðslufyllerí síðustu árin? Ekki gat þetta gengið áfram svona endalaust. Nú höfum við gott af því að eyða minna, leggja svolítið til hliðar og lærum að gleðjast yfir litið. Það þarf ekki allt kosta peningar sem veitir okkur hamingju.

Nú förum við inn í yndislegt tímabil þar sem allt stendur í blóma. Maður þarf varla meira en að fá sér góða göngutúr til að láta sér liða vel. Við þurfum ekki alltaf tæki og tól og stóra jeppa til að öðlast hamingju. Tökum okkar tíma að vera með börnunum okkar og þeim sem okkur þykir vænt um. Förum út í leiki, tölum saman, njótum sólarinnar og útiveru eins oft og við getum. Það þarf ekki meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband