Drepa, skjóta

Í dag kom höfðingi í heimsókn til Íslands, en hann var skotinn. Íslensk yfirvöld nenntu ekki að hafa fyrir því að vernda hann. Hann fór langa leið úr sínu heimakynni, mjög erfið leið en hann var ekki velkominn hér.

Ísbirnir eru alfriðaðir, en hér á landi dettur mönnunum ekkert annað í hug en að taka upp byssu og skjóta þá. Það var sagt að það hefði ekki verið til deyfilyf og hefði tekið sólarhring að koma slíkt lyf til landsins. Gott og vel. Þó að þetta hefði verið staðreynd þá hefði verið hægt að fylgjast með og vakta dýrið þangað til. Að skjóta ísbjörn bara sí svona er algjört hneyksli og sýnir eina ferðina enn hvað við erum mikið á eftir í náttúruverndarmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Lyf til að svæfa dýrið voru til í landinu og en voru ekki sótt.

Hægaleikur var að veiða dýrið í net ( trollnet ) enda styrkurinn nægur til að halda dýrinu þetta hefur verið gert áður með góðum árangri en ekkert var hugsað aðeins að drepa.

En Þórunn mínus Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra veitti samþykki fyrir að drepa dýrið .

Rauða Ljónið, 3.6.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: HP Foss

Það er svo auðvelt að gaspra um þetta og vera hvergi nærri.

Jesús minn hvað það er hallærislegt!

HP Foss, 3.6.2008 kl. 15:15

3 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Mikið að víkingasveitin var ekki sett í málið! Meðlimir þeirrar sveitar naga eflaust hnúana yfir að hafa misst þarna af tækifæri til að berjast í návígi við óvininn !!

En hvað þykir HP Foss svona hallærislegt? Mig ekki skilja ???

LKS - hvunndagshetja, 5.6.2008 kl. 15:06

4 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

ehemm... það eru auðvitað handarbökin sem þeir naga, ekki hnúana. Hnúanag er víst til marks um mikla íhugun ...

LKS - hvunndagshetja, 5.6.2008 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband