4.6.2008 | 10:08
Bangsinn
Eftir að ég er búin að fylgjast með fréttunum um ísbjarnadrápið hefur reiðin mín magnast. Greinilegt var að það starfaði ekki bráða hætta af þessu vesalings dýri. Það hefði bara þurft að halda fólkinu frá og loka veginum.
Það var sagt að maður með byssu frá skotveiðifélaginu var mættur á staðinn á undan lögreglunni. Mikið lá þessum mönnum á að fá að skjóta! Og sjá svo mynd af þessum stoltum "hetjum" fyrir aftan dauða dýrinu. Viðbjóður! Sami viðbjóður og að sjá myndir frá einhverjum stórkörlum að fara til Afríku til að skjóta villt dýr þar.
Umhverfisráðherra gat ekki tekið afstöðu til málsins heldur leyfði mönnum bara "að gera það sem þarf að gera". þessi kona er gunga. Alvöruráðherra í umhverfismálum hefði skipað aðgerðir til að ná dýrinu lifandi. Það var alveg hægt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.