Stóriðja?

Upp á undanfarnar vikur hafa komið loksins efasemdir um ágæti stóriðjunnar. Frá Austfjörðunum er það að frétta að uppgangurinn hefur ekki átt sér stað eftir að álverið var plantað þar niður. Fólkið flytur áfram þaðan í burtu og fólksfjölgun er einungis í erlendu vinnuafli. Ætla menn á Suðurnesjum og á Húsavík ekki staldra við og hugsa sinn gang, læra úr því sem aðrir landshlutir hafa farið í gegn? Ég trúi því ekki að fólk getur ekki lært úr mistökunum sem voru gerðar annarstaðar. Ekki erum við Íslendingar svona algjörlega blindir þegar einhverjir lofa okkur allt það besta, bara að við seljum það verðmætasta sem við eigum, landið og náttúran okkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband