5.8.2008 | 11:07
Komin heim
Nú er ég komin heim eftir að ég var á ferðalagi í 12 daga með þýskum og svissneskum ferðalöngum.
Fólkið fékk strax fyrsta daginn ekta "Íslandsskírn", rok og rigning og kom þá í ljós að útbúnaður margra var ekki nógu góður. Sem betur fer reyndi ekki aftur á regnstakkana því sól og blíða var alla hina daga. Ef eitthvað var þá var mér of heitt, enda situr maður sem leiðsögumaður fremst og með sólinni beint framan í sig eins og í gróðurhúsi.
Þetta var fín ferð með hótelgistingu. Ég verð að segja að gisting og matur vað flott á öllum stöðum sem við vorum. Þarna hefur átt sér stað mikla breyting til hins betra á bara nokkrum árum. Einnig var ég ánægð með að skemmtilegum áningarstöðunum og upplýsingarskiltum hefur fjölgað víðar við veginn. Það vantar ennþá klósett sumstaðar og tvisvar var virkilega neyð í mínum hópi.
Á leiðinni frá Ísafirði til Hólmavíkur er hvergi hægt að komast á dallinn frá Súðavíkur og áfram. Enginn staður allt Djúpið til að stoppa og fá sér hressingu, fátt um útskot við veginn til að stoppa fyrir rútu. Vestfirðingar þurfa nú að taka sig á ef þeir vilja að ferðahópar koma í heimsókn.
Frá Breiðdalsvík þurftu farþegar mínir að sitja með krosslagðar fætur alveg til Höfn í Hornafirði, því við vorum það snemma á ferðinni að á Djúpavogi var ekki búið að opna.
Ég held samt að ég skilaði mjög ánægðum ferðamönnum tilbaka til Reykjavíkur. Og ánægðir ferðalangar eru jú besta landkynning.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.