Stætisvagnavandamál

Hvað er eiginlega í gangi með strætisvagnasamgöngunum? Nú er enn og aftur að tala um rekstrarvanda og einkavæðingu og samdráttur í þjónustu almenningsvagna. Halda menn virkilega að með því að draga úr þjónustu sé hægt að reka almenningssamgöngurnar með hagnaði? Þá lendum við aftur í sama vitahringnum: Fáir nota strætó, dregið verður úr þjónustu sem leiðir til þess að ennþá færri nota strætó og svo framvegis. Og það ber allt að sama brunni: Einkabíllinn verður ómissandi af því að menn komast einfaldlega ekki leiðar sinnar öðruvísi.

Almenningssamgöngur eiga hins vegar að mínu mati að vera þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem á auk þess að vera helst ókeypis, með forgang í umferðinni og og raunverulegur valkostur í samkeppni við einkabílinn. Bara á þennan hátt leysum við umferðavandamálin í Reykjavík og nágrenni, breytum bílaborg í  borg mannfólksins.

Til að kosta strætósamgöngurnar mætti t.d. banna nagladekk á veturna á höfuðborgarsvæðinu eða taka toll hjá þeim sem geta ekki hugsað sér að vera án nagla. Þar með myndi slit og viðgerð gatna minnka stórlega og fyrir þennan sparnað væri hægt að gera margt gott í almenningssamgöngunum. Og svo væri kannski ekki nauðsýnlegt að búa til fullt af mislægum gatnamótum og bílastæðum ef fólkið myndi draga úr notkun einkabílsins.

Eru ekki til einhverjir fróðir menn sem gætu reiknað út hvað myndi sparast með því að bjóða upp á góða samgöngur aðra en einkabílanotkun?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband