12.8.2008 | 21:19
Litla kaffihúsið
Einu sinni var til litið kaffihús. Það stóð á fallegum stað við fallega strönd. Þangað kom fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum til að setjast niður og njóta lífsins. Þangað komu fjölskyldur með lítil börn, gömul hjón með hundinn sinn, hjólreiðarkappar og skokkarar, fatlað fólk í hjólastól. Öllum fannst ósköp notalegt að stoppa þar, hvíla sig og fá sér hressingu.
En einn góðan dag rak fólkið upp stór augu: Litla kaffihúsið var horfið. Einhver var búinn að taka það í burtu. Það var ekkert eftir sem benti til þess að húsið hafði verið þarna. Ekkert nema góðar minningar.
Fljótlega var byrjað að róta þarna í jarðveginum, leggja breiðar götur og reisa ljóta steypukubba. Allt sem hafði verið fallegt og mannlegt var farið.
Kunnum við Íslendingar ekki að lífa lífið? Það eru ekki margir staðir þar sem svona falleg lítil kaffihús bjóða fólkinu að stoppa og hafa það gott smá stund.
Ef einhver áttir síg ekki á því sem ég er að skrifa um þá eru þetta endurminningar um veitingarhúsið við Nauthólsvík. Ég sakna þess sárt!
Athugasemdir
Ég áttaði mig strax á hvaða stað þú meintir og tek innilega undir með þér!
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.