Bitruvirjun er málið

Allt þetta plott um nýja borgastjórn í Reykjavík snýst fyrst og fremst um Bitruvirkjun. Þarna standa verktakar á bak við sem hugsa að græða stórt á þessum framkvæmdum. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei verið fús að opna sínar bækur um kosningarútgjöldin. Hvaðan fékk þessi smáflokkur ávallt þetta fjármagn sem var eydd í kosningarnar?

Álverið í Helguvík getur ennþá ekki sýnt á að rafmagnsmagnið sé tryggð fyrir þessar stórframkvæmdir. Ekki ríkir sátt í sveitarfélögunum um leiðslurnar. Keyrt var þetta allt í gegn á þeim forsendum að mikið fjármagn hefur þegar verið veitt í undirbúninginn.

Á þennan hátt var Kárahnjúkavirkjunin keyrt í gegn án þess að fólkið í landinu fékk tækifæri að kynna sér afleiðingar. Margir súpa nú seyðið af þessari þenslu í form háa vaxta og verðbólgu.

Meirihluturinn á landinu er á móti því að virkjun verði að veruleika við Ölkelduháls. Sjaldan hafa eins margir sent inn mótmæli eins og við þessa framkvæmdir. Álverið í Straumsvík hefur líka fengið höfnun um stækkun. En fólkið í landi virðist ekki ráða neinu.

Þriðji maðurinn af flokki sem rétt fékk einum manni inn í síðasta kosningu í Reykjavík ræður því að Bitruvirkjunin er aftur komin á plan. Og einkavinavæðingin heldur áfram því Guðlaugur Sverrisson sem hefur engar fagmenntun á sinu sviði fékk feitt embætti - bara fyrir því að vera í einkavinavæðingarflokki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband