Til hamingju með hlaupið

Ég ætla hér að senda öllum sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþon - alveg sama í hvaða vegalengd - hamingjuóskir. Mikið var ég búin að velta fyrir mér hvort ég átti að skrá mig, en eftir læknisráði má ég ekki hlaupa. Að vísu hefði ég geta gengið einhverja vegalengd, en þetta hefði ekki verið gaman. Gömul keppnismanneskja þarf að hafa eitthvað til að keppast við. Svo ég sat bara heima og hugsaði til allra þeirra sem voru svo heppnir að geta tekið þátt.

Hjartanlega til hamingju, þið öll. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Fallega gert af þér. Reykjavíkurmaraþon er frábær gjörningur og veisla.  Persónulega tók ég ekki þátt í ár, en aðstoðaði undir hatti Fjallahjólaklúbbsins.  Við vorum um 14 manns sem hjóluðu sem undanfarar þeirra fremstu og á eftir hlaupunum. Tveir hjólreiðamenn fyrir hvern vegalengd og tveir á eftir líka í 10km hálfmaraþon og maraþon.

Þannig fengum við að vera með og öfluðum smá pening til hjólreiðafélaganna (til ÍFHK nánar tiltekið). Glitnir virðist ekki vilja samþykkja Landssamtök hjólreiðamanna sem goðgerðarfélög í ár, ólíkt í fyrra. Þau gefa ekki út neinn skilgreining á góðgerðarfélög og svara ekki fyrirspurnir, en raunin virðist vera að mörkin liggja mjög þétt upp við líknarfélög.  Það er verið að hjálpa skilgreinda hópa einstaklinga sem ríkið ekki sinnir nógu vel og sem eiga mjög mikið bágt sem einstaklinga. Lang-flestir  tengist ýmsa sjúkdóma, og sumir leggja líka áherslu á forvarnarstarf.  Að hjólreiðar séu ein bestu forvörnin sem til er, og það fyrir fjölmörgum af sjúkdómunum sem líknarfélögin sinna, og fleirum, virðist ekki skipta Glitnir máli.

Morten Lange, 25.8.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband