26.8.2008 | 21:31
Sjósund er æði
Í siðasta viku prófaði eitthvað sem mig hefur lengi langað að prófa: Ég fór að synda í sjónum. Undir góðri leiðsögn af manni - ég veit ekki einu sinni hvað hann heitir- þorði ég að fara í sjóinn við Nauthólsvíkinni, og náði að synda í um 5 mínútur. Nokkrum dögum seinna mætti ég aftur í Nauthólsvíkinni. Þar mætti fólk úr sjósundfélaginu og margir þeirra syntu ansi lengi í köldum sjó, sumir meira en hálftíma. Ég synti í 10 mínútur í þetta skipti og var ánægð með mig.
Það er alveg ótrúlegt hvað manninum liður vel eftir að hafa synt í sjónum. Það er bara verst að nú fer sjórinn að kólna aftur og ég þori ekki að lofa að ég mun halda áfram í vetur. En kannski aftur næsta vor...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.