Til hvers, Þorgerður Katrín?

Ég sem skattgreiðandi er ekki ánægð með í hvað peningar mínir fara stundum. Eitt dæmi um það er ferðagleði menntamálaráðherrans. Maður samþykki kannski að Þorgerður Katrín fer til Beijing til að vera viðstödd þessum stórum íþróttaviðburði. En:

Treystir hún sér ekki að fara ein? Þarf hún að bjóða vinum og vandamönnum með á kostnað ríkisins? Til hvers? Til að halda í hendinni á sér? Til að skemmta sér betur? Og:

Þarf hún á dagpeningum að halda? Það er jú víst allt borgað fyrir ráðherra í svona ferðalagi. Og:

Þurfti hún að fljúga tvisvar? Fyrst að hún ákvað að fljúga heim þá átti hún auðvitað að vera þar. Flugfargjaldið kostar sitt og ekki var nauðsýnlegt að tvöfalda þann kostnað. Bara til þess að standa í sviðsljósi og brosa á úrslitaleiknum? Hún hefði nú líka bara geta óskað silfurstrákunum til hamingju hér heima - og brosa fallega í myndavélina.

Mér sárnar að aldrei virðast vera til peningar til að greiða fólki í uppeldisstörfum mannsæmandi laun. En endalaust eru peningar til í einhvern flottræfilshátt ráðamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er bruðl

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Halla Rut

Þetta er virkilega sorglegt að sjá manneskju sem við treystum til að gegna ábyrgðastöðu, fara svona með peningana okkar. Hún spreðar fimm miljónum í ferð sem gagnast starfi hennar ekkert og segir svo að ekki sé hægt að borga kennurum laun í samræmi við menntun.

Halla Rut , 27.8.2008 kl. 14:51

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þessi eina ferð kostar tvöföld árslaun ófaglærðs verkamanns.

 Ég er sammála þér Úrsúla, þetta er ekki góð meðferð á fjármunum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.8.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband