3.9.2008 | 09:36
Kreppan hvað?
Þessi svonefnda kreppa sem helltist yfir okkar þjóð er ekki alslæm. Lögmálin eru nú bara þannig að allt sem fer hratt upp kemur líka á ógnarhraða aftur niður. Þetta hefur alltaf verið þannig og mun vera þannig áfram. Svo jafnvel bjartsýnustu menn hefðu geta séð þessa þróun fyrirfram þrátt fyrir allt góðæriskjaftæði.
Í Mogganum í dag er mjög jákvæð frétt um það að það dregur úr umferð á vegum landsins. Kannski ekki góð frétt fyrir bílasölurnar og ekki heldur fyrir olíufélögum (gott á þau!), en jákvæð þróun fyrir mannlífið og umhverfið. Loksins, loksins, getur maður sagt.
Nýjustu skilaboð Geirs Haarde og hans flokks eru að vísu að búa til fleiri virkjanir og framleiða meira og meira (ál?), en sú yfirlýsing minnir óneitanlega á fyllibýtta sem þarf að fá sér afréttara eftir langt sukk. Ekki rétta stefnan sú! Það er bara gott að neyslubrjálæðið gengur tilbaka. Gott að staldra við og spyrja sjalfan sig og aðra í hverju tilgangurinn lífsins er fólginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.