9.9.2008 | 14:56
Hvar er hreina óspillta landið okkar?
Ég ætla hér með að auglýsa eftir hreina og óspillta landinu okkar. Hvað er orðið af því? Við montum okkur ennþá í útlöndum hve náttúran okkar er hrein og ómengað. En almenningurinn er ekki nógu vakandi fyrir því sem er að gerast. Okkur er líka leynd svona sumt sem væri gott að vita. Hálendið er að verða mjög sundurtætt af uppistöðulónum og það er jafnvel að hóta með því að ráðast í Bjallavirkjunin sem er þó vitað að mun ekki gefa mikla orku af sér. Háspennulínur og meðfylgjandi vegaslóðir þræða landið víðar. Ljósmyndarar þurfa að hafa fyrir því að fá mótív án þeirra sjónmengun sem fylgir þessu. Þingvallavatnið er ekki eins tært og var og auk þess mengað af kvikasilfri. Víðar býr fólk á höfuðborgarsvæðinu við slæma loftmengun. Nýjasta vonda frétt barst nú af Hellisheiðinni: Þar er mosinn farinn að skemmast af völdum útblásturs frá Hellisheiðarvirkjuninni.
Þurfum við ekki að staldra við og hlusta betur á fræðimenn sem vara við ýmsar afleiðingar? Okkur liggur ekki lífið á að framkvæma, framkvæma og framkvæma eins og Geir Haarde vill. Við þurfum betra mat á umhverfisáhrifum, mat sem er ekki gert af þeim sem hagnast á framkvæmdunum heldur af óháðum aðilum.
Stoppum spillingu. Stoppum einnig menn sem verða spillingu að bráð!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.