14.9.2008 | 18:13
Stóriðjan færir okkur áfram óstöðuleika
Þröstur Ólafson skrifar mjög góðan pistill í Mogganum í dag. Maðurinn veit hvað hann talar um enda hagfræðingur með langa reynslu. Þessi neyðarkall á meira stóriðju er mjög aum og vitlaus efnahagsstefna af mönnum sem hafa undir stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með Davíð sem trúboði sigld þjóðarskútunni nánast í strand með ofurtrú á stóriðju. Við súpum nú seyði af Kárahnjúkaævintýrinu og munum gera það lengi. Ekki enn höfum við fengið allar bakreikningar frá Impregilo, en mér skilst að ríkið borgar á hverjum degi vextir vegna tapaða málaferla sem myndu duga að borga ljósmæðrunum gott kaup í langan tíma. Þenslan og verðbólgan eru bein afleiðing af þessum brjálæðislegum framkvæmdum og þjóðarbúið þarf góðan tíma að jafna sig af þessu. Akkúrat núna er ekki rétti tími til að demba sig í fleiri virkjun og álver.
Svo skil ég ekki þetta hjal um atvinnuleysi. Ég sé nú ekki betur að hér á landi er nóg atvinna að fá. Það geta ekki allir verið á forstjórakaupi, en líklega þarf eitthvað að rétta kompásinn hvað kröfurnar um lífsgæði snerta. Við verðum að læra að vera gagnrýna neytendur sem segja "nei" við okurverð og neita að kaupa slíkt.
Maður getur komast að með minna og lifað jafn skemmtilegu lífi fyrir það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.