Evropsk samgönguvika

Í dag byrjar vikan þar sem við erum hvattir til að endurskoða samgönguvenjurnar okkar. Það sem mætti hugleiða er:

Get ég komist öðruvísi en bílandi stuttar vegalengdir, þá gangandi eða hjólandi? (Og fá mér mín daglega hreyfiskammt  í leiðinni)

Get ég kynnt mér betur strætósamgöngurnar (og komast kannski að þeirri niðurstöðu að þær eru bara ekki svo slæmar)? Auðvitað er öll byrjun erfið en það kemur.

Get ég kennt börnunum mínum að nota strætó? Get ég verið duglegra að fara með barninu mínu í æfingarferðir um bæinn svo það lærir að nota bestu göngu- og hjólreiðaleiðir? (Getur verið skemmtileg samverustund)

Ef ég þarf að nota bílinn: Get ég þá skipulagt mig betur og tengið saman fleiri erindi í einni ferð? Get ég ef til vill verið í samfloti með öðrum og skiptast á að aka?

Þetta eru bara 4 punktar sem mér dettur í hug að benda á. En margt smátt gerir líka talsvert til hins betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband