17.9.2008 | 09:50
Fjúkandi trampólín
Það kemur sumum alltaf jafn mikið á óvart þegar versnar í veðri. Sama hvort um fyrsta óveðrið er að ræða á haustin eða fyrstu hálkublettina. Við búum nú einu sinni á Íslandi og ekki á Kanarí. Sum börn koma enn án skjólfata í skólann og segist jafnvel eiga enga úlpu. Hvað er í gangi? Er fólkið ekki að fylgjast með veðurfari? Björgunarsveitarmennirnir ættu ekki að þurfa að hlaupa á eftir fjúkandi trampólínum þegar óveður gengur yfir og margbúið var gefa út viðvörun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.