Samgönguvika

Margt gott og gagnlegt gerðist í samgönguvikunni. Sérlega gott fannst mér að kynna vistaksturinn. Þegar ég tók bílpróf í þýskalandi fyrir meira en 30 árum þá var þetta kennt í ökuskólanum.

Á laugardaginn tók ég þátt í hjólalestinni, hjólaði ásamt nokkrum vöskum mönnum úr Mósó í bæinn og var það mjög gaman. Ekki er beinlínis hægt að kalla minn heimabæ hjólreiðabæ. Þrátt fyrir rysjótt veður hefðu nú fleiri getað skellt sér á hjólið sitt með okkur. Svo hefði ég vilja hafa okkur hjólreiðamenn meira sýnilega á leiðinni úr Nauthólsvíkinni í miðbæinn, þ.e. að hjóla aðalgöturnar og láta bílana aðeins stoppa fyrir okkur. Við hjólreiðamenn eru allt of kurteisir í umferðinni.

Bílalausi dagurinn ætlar ekki að heppnast hér á landi. Til þess að láta fólkið sleppa bílinn þarf að gera eitthvað meira, t.d. að loka einhverjar götur. Við hér á Íslandi eiga margt ólært í samgöngumálunum. Hvernig verður það núna í vetur með nagladekkin? Gefst fólkinu ennþá leyfi til að nota þennan óþvera óheft á höfuðborgarsvæðinu? Er ekki hægt að rukka aukagjald, amk. til að bæta fyrir vegarskemmdum og útvega fólkinu rykgrímu að kostnaðarlausu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Sæl Úrsúla !

Gaman að hittast í hjólalestinni. Við erum nokkrir sem vilja  helst vera sýnilegri, og svoleiðis vangaveltur verður meðal annars í gangi á fundinum í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins á fimmtudagskvöldið n.k. , kl. 20.

Endilega hafðu samband svo við getum rætt málin líttillega fyrir fundin, hvort sem þú getur mætt eða ekki.  Maðurinn sem var í lestinni og virtist vera fráhinu opinbera í Mosó væri líka meir en velkominn !

Þú finnur hvernig hægt er að hafa samband við mig á www.LHM.is  eða  ja.is :-) 

Morten Lange, 23.9.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband