23.9.2008 | 14:33
Vinnutími barnanna
Það er ekki létt að vera barn í dag. Yfirleitt er nóg til af fatnaði, dóti og faratækjum. Flest öll börn eiga hjól hlaupahjól, línuskauta, sumir jafnvel pínu - mótorhjól. Foreldrar eiga bíl, yfirleitt fleiri en einn til þess að skutla afkvæmin hingað og þangað í tómstundastarfið. Barnið fær flest allt sem hugurinn girnist: I-pod, farsíma, tölvu, sjónvarp, hljómtæki, nefndu það bara! En vinnutíminn barnanna er langur. Leikskólabörnin eru 8 - 9 tímar að heiman, skólabörnin alveg eins í nám og frístund og oft er þá heimanámið eftir. Hvenær eiga börnin að vera með foreldrunum ? Þetta tengsl er mikilvægast af öllu og uppeldið verður erfitt ef foreldrar sjá börnin bara á morgnana grútsyfjuð og á kvöldin dauðþreytt. Okkar þjóðfélag gerir ekki vel að barnafólkinu. T.d. þyrfti að bjóða upp á hlutastarf í ríkara mæli án þess að fólkið missi einhver réttindi svo að foreldrar gætu sinnt börnunum sínum. Mörg börn eru sálræn vanrækt. Þau eru vansæl og kvíðin og þetta fer að aukast.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.