Óskilahjól

Í mínum heimabæ, Mosfellsbæ, hjóla ég mjög oft framhjá reiðhjólum sem liggja einhverstaðar út í móa, meira eða minna skemmd. Oft eru það krakkahjól. Einu sinni fór ég með eitt slíkt á lögreglustöðina (sem ætti að vera í miðbænum en er það ekki) en fékk litlar þakkir fyrir, mér fannst að lögreglumaður var bara pirraður yfir svona "tittlingaskít". En hvað er að gerast? Eru það eigendur þessara reiðhjóla sem henda þau út í móann, nenna ekki að fara með þau í viðgerð eða í Sorpu? Eða eru það einstaklingar sem hafa gaman af því að stela og skemma? Talsvert verðmæti er í svona reiðhjólum. Ég sem foreldri lagði alltaf áherslu á að börnin mín færu vel með hjólin sín og gleymdu aldrei að læsa þau. Slíkt geri ég að sjálfsögðu líka. Með sæmilegri meðferð getur gott reiðhjól endast í mörg ár. Eru reiðhjólin kannski orðin einnota núna til dags eins og margt annað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband