25.9.2008 | 12:32
Ódýr matur
Í sjónvarpsfréttunum í gær var sagt frá ódýrum matarbúðum í Austurríki. Þar eru seldar vörur sem annars yrðu hent: Vörur á síðasta söludegi og vörur með rifnar eða gallaðar umbúðir. Að sjálfsögðu eru þetta ennþá vel nothæfar matvörur og í raun og veru skelfilegt bruðl að slíkt skyldi venjulega vera fleygt á haugana. Ég myndi hiklaust versla í svona búð og ég held að fleiri væru til í þetta. En á Íslandi þarf allt að vera svo flott og gallalaust og helst með þreföldum umbúðum. Og svo á bara ekkert að vera ódýrt hér á landi, það kæmi svo illa niður á alla okrara sem græða á tá og fingri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.