Hver á að hengja bjölluna á köttinn?

Það hefur ekki komið annað að í umræðunum á síðkastið en efnahagsmálin. Í dag hittust allir helstu menn þjóðarinnar til að ræða vandamálin sem blasa við. Allir sem voru spurðir sögðu eiginlega það sama: "Efla þarf traustið á íslenska fjármálastöðu".

Mér kemur í huga dálitla sögu. Mýsnar hittust og spjölluðu um það að kötturinn væri orðinn óskaplega frekur og væri að veiða og éta margar þeirra músa. Þá stóð upp ung og spræk mús. Hún sagði að það ætti að setja bjöllu á köttinn svo að allar mýs heyrði til þegar hættan væri í nánd. Mikið var klappað og fagnað þegar tillagan var borin upp. En fagnaðurinn stóð ekki lengi. Gömul og reynd mús tók til orða og spyrði: "En hver á að hengja bjölluna á köttinn?" Eftir þessa athugasemd læddust allar mýs af fundi.

Hver á að hengja bjölluna á köttin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Góður

Morten Lange, 6.10.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband