7.10.2008 | 15:55
Farinn í nám erlendis
Sonurinn er að fara til Þýskalands á morgun til að hefja þar nám í háskóla. Ekki gat hann valið sér verri tímasetningu á þessu. Hann var búinn að vinna og spara og var reglusamur, gerði ráð fyrir svona nokkurn meginn hvað hann þyrfti næstu 2 árin. Þetta var vel planað hjá honum enda á hann þýska mömmu sem er frekar útsjónarsöm.
Enn því miður býr hann á Íslandi þar sem menn láta allt "rúlla" og vona að það reddast, einnig ráðamenn þjóðarinnar. Þeir vöknuðu af þyrnirósarsvefni í síðasta viku. En nú reddast ekki neitt. Strákurinn varð að ná sér í evrur og skipti í gær á 180 (!) krónur fyrir eina evru í banka og var samt heppinn að fá evrur yfirleitt. Hann keypti sér einnig fartölvu hér því að það var útséð að hann gæti það ekki í útlöndum fyrir sína sparipeningar núna. Fólkið getur þar ekki einu sinni tekið út á íslenskan reikning. Fartölvan var auðvitað búin að hækka mikið.
Hvers á reglusamt ungt fólk sem vinnur vinnuna sína að gjalda? Er hægt að ná í þessa menn sem settu allt á hausinn og fóru með hagnaðinn út úr landi?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.