Taka þá og rassskella

Hvað er að ráðleggja okkur aumingjunum núna? "Snúa bökum saman". "Gleyma það sem var og horfa fram á við". "Sýna æðruleysi og snúa sér að þeim verðmætum sem máli skipta", osf.  Lengi hef ég skrifað um peningagræðgi, neyslufíkn og efnishyggju. Ég hef verið sparsöm og nýtin, aldrei verið skuldug en hef gert þau mistök að spara og leggja til hlíðar fyrir efri árin. En það voru til  uþb. 20 manns sem stjórnuðu ekki græðginni sínu. Þjóðin dáðist að þeim og hvað þeim tókst að mala gull .Þeim tókst á örfáum árum að setja allt í rúst hérna heima, ganga frá öllu því verðmæti sem við sköpuðum með heiðarlegri vinnu okkar. Þessi menn fengu reyndar byr undir bæði vængi frá stjórnvöldunum (sjálfstæðisflokknum) sem dásömuðust að hugmyndum frjálshyggjunnar.

Svo fáum við semsagt huggunarorð á þann hátt að nú skulum við bara byrja upp á nýtt og gleyma öllu sem hefur verið. En ég vil taka þessa "útrásarvíkinga", setja þá í búr á Austurvöll og sleppa þeim ekki áður en þeir eru búnir að borga íslensku þjóðinni tjónið sem þeir ollu.

Ég er reið og ég er ekki til að gleyma!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband