23.10.2008 | 15:10
Birgir Ármannsson og fjárglæframennirnir
Ég á ekki orð: Birgir Ármannsson er á móti því að það á að frysta eignir þeirra manna sem komu íslenska þjóðina í þrot.
Almenningurinn á Íslandi veit ekki hvað snýr upp né niður í öllu þessi rugli sem þessir menn eiga sök á. Við og börnin og barnabörnin okkar eru stórskuldugir allt í einu þótt sumir hafa aldrei tekið lán einu sinni. Þetta þykist hjá þessum herramönnum bara óheppni eða ófyrirsjáanleg peningaþróun.
En þessir fjárglæframenn eiga að sleppa algjörlega, eiga ekki að taka ábyrgð á neinu. Seðlabankastjórnin á líka að sleppa, Geir Haarde þrjóskist ennþá við að segja bankastjórnendum upp. Er ekki takmark fyrir siðblindu í Framsókn- og Sjálfstæðisflokknum?
Athugasemdir
Auðvitað er Birgir á móti því. Þetta eru flokksbræður, félagar hans í "bestuvinaklúbbinum" og sennielga eigin hagsmunir hans sem standa í hættu. Þetta minnir okkur á þingmanninn sem í september neitaði að gefa upp hvað hann ætti í ónefndum fyrirtækjum.
Þetta er allt svo rotið að manni verður illt!
Baldur Gautur Baldursson, 28.10.2008 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.