Verðhækkun

Nú dynja yfir okkur verðhækkunar sem eru gríðarlegar og fyrirséð er að toppurinn er alls ekki náður í þeim málum. Og hvað gerir landinn? Hann rýkur af stað og kaupir og kaupir, hamstrar vörur eins og heimsendi sé að nálgast. Sumir hafa að vísu uppgötvað að það er einnig hægt að draga úr neyðslu. Það finnst mér bara jákvæður punktur í kreppunni.  Spennandi verður að fylgjast með jólahaldinu í ár. Ætli það sé hægt að halda notaleg og skemmtileg jól án allra þessa kaup- og gjafaæði? Ég er fullviss um þetta, í minni fjölskyldu höfum við ekki gefið jólagjafir síðan börnin eru orðin stór. Það hefur ekki dregið úr hátíðlegri jólahátíð, finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband