Mótmælum áfram

Ég fór að mótmæla á Austurvöll á laugardaginn. Hvað getur maður gert annað? Í þetta skipti voru örugglega milli 4000 og 5000 mann mættir og fjölmiðlarnir  gáfu loks upp réttu tölurnar. Þetta er ekki lengur grín, það er að koma hiti í mannskapinn. Svona uppákomur eins og áttu sér stað núna um helgina munu aukast ef það er ekki hlustað á fólkið og ef ráðamennirnir hér á landi verða áfram í feluleik, með ófullnægjanlegum upplýsingum og aðgerðaleysi. Ég er ekki fyrir það að kasta eggjum en ég skil fólkið sem tapar sér þannig. Ég er hrædd um að harkan mun aukast og óskemmtilegra uppákomur munu eiga sér stað en að hífa upp bónusfánann á flaggstöng Alþingishússins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband