20.11.2008 | 15:00
Hvað um siðgæði?
Ég tel mig frekar vera heiðarleg manneskja. Ég hef unnið alveg frá því að ég kláraði námið fyrir salt í grautnum mínum. Ekki hef ég svikið undan skatt, alltaf borgað mín skerf í þjóðarbúið. Ég hef aldrei skrópað í vinnunni og alltaf reynt að gera mitt besta. Fyrir utan þetta hef ég ekki lifað um efni fram, verið nægjusöm og ánægð með að hafa nóg að borða og þak yfir höfuðið. Fyrir efri árin var ég búin að spara dálítið, átti eitthvað af hlutabréfum og smá upphæð í bankabók.
Svo gerist það að ónýtir og sjálfsumglaðir stjórnendur gæta ekki því sem þeim er treyst fyrir. Og það sem verra er, að þeir afsaka jafnvel þennan hóp ævintýramanna sem settu Ísland í gjaldþrot. Það má ekki einu sinni krefjast eitthvað af því tilbaka sem þessir menn tóku í leyfisleysi frá mér og öðrum.
Skilaboðin eru skýr: Farið þið bara að brosa og horfa fram á veginn. Snúið þið bökunum saman og þrælið þið meira, borðið þið minna og sofið þið í tjaldi. En bendið þið ekki á neinn sem er sekur, það þýðir ekkert, við erum allir í klíkunni.
Er ekki hætta á því að heiðarlegt fólk missir undir þessum kringumstæðum trú á sjálfan sig? Er ekki líklegt að það fer að breyta um lífsstíl þegar heimurinn sem það trúði á hrynur?
Athugasemdir
Ég var að lesa um fasisma. Þetta þjóðfélag er rekkið á þeirri sálfræði. Óhugnanlegt enn sat. Stjórnmálamönnum er skít sama um okkur.
Stríða, 20.11.2008 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.