21.11.2008 | 14:06
Heldur þú að vonin heldur?
Nýafstaðin yfirlýsing forystumanna stjórnaflokkana var nú bara svolítið skondið. Bæði Ingibjörg og Geir ofnotuðu tvær sagnir: Vona og halda. Halda þau í vonina eða vona þau að allt haldi? Hverslags svör eru þetta sem við fáum stöðugt? Ég held að... Ég vona að... Geta þessir stjórnmálamenn aldrei svarað neitt? Vita þeir ekki neitt eða vilja þeir ekkert segja? Og þá: hvers vegna?
Viðtalið um daginn við fjármálaráðherra var ekkert skárra. Árni færðist ávallt á undan að svara. Uppáhaldssetningin: "Ég get ekki tjáð mig um þetta að svo stöddu". Ó, hvað ég elska svona svör!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.