25.11.2008 | 14:47
Kárahnjúkarvirkjun og veislan
Síðustu vikurnar er ég mikið búin að hugsa. Ég hugsaði eins og margir Íslendingar: "Hvernig gat þetta gerst?" Hvernig gátu bankarnir bólgnað svona út án þess að aðvörunarbjöllurnar hringdu hátt dag og nótt?
Okkar var sagt að nú væri góðæri á landinu. Okkar var sagt að nú væri stór veisla í gangi hjá þjóðinni. Með stóru virkjunarframkvæmdunum fyrir austan átti að bjarga öllum vandamálum á "no time". Þjóðin í óraunhæfu bjartsýniskasti trúði því að það væri hægt að taka endalaust lán án þess að borga tilbaka. Fjármálasnillingar spruttu upp sem gátu allt og allir dáðust að. Enginn vildi vita af því að eftir mikla þensla kæmi eðlilega samdráttur. Talað var um tíma um "mjúka lendingu". En hver lendir mjúkt þegar hann stekkur úr tíunda hæð? Svo óheppilega vildi til að þegar við stukkum úr tíunda hæð þá lentum við ekki bara á götunni heldur í djúpri gjá sem hafði myndast út af fjármálaheimskreppu. Við hefðum sloppið betur ef við höfðum bara lent í gjánni, ekki satt?
Mér þætti fróðlegt að vita hversu mikil áhrif Kárahnjúkaframkvæmdirnar höfðu í raun og veru á efnahagsástandið í dag. En um þetta má greinilega ekki tala. Það myndi spilla fyrri næstu glappaskot sem eru í uppsiglingu: Það á að virkja meira, það á að dempa sig í meira skuldir, það á að gera Ísland háð alfyrirtækjunum í ennþá ríkara mæli. Skelfileg framtíðarsýn!
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sat Borgarafundinn í gær í Háskólabíói. Þökk sé henni fyrir að segja þessa kjarngóðu athugasemd að við Íslendingar þyrftu ekki erlenda aðila til að rústa okkar auðlindir - okkur hefði tekið þetta sjálf.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.