Bláa lónið

Í gær fór ég með útlenskan gest í Bláa Lónið. Mér blöskraði verðið: 2800 kr. fyrir eina baðferð. Þetta mynda fara upp í 11.000 kr. fyrir fjölskyldu með 2 stálpuð börn. Ég varð ekki heldur vör við að íslenskt fólk var þarna að baða sig. En útlenskir gestir  sækja þennan stað í stórum hópum enda er lónið orðið heimsfrægt. Ekki er verra að fara þangað í norðanrok og skítakulda eins og var í gær. Það var öldugangur í lóninu eins og í sjónum, flott þetta! En það hefði mátt hleypa meira heitt vatn í, lónið var frekar kalt nema á mjög afmörkuðu svæði þar sem allir baðgestir kúrðu.

Gætum við ekki markaðssett okkur betur sem land með frábærar heilsulindir sem má sækja heim á öllum tímum ársins? Skipuleggja bað- og sundferðir með ævitýra- ívafa (t.d. Nauthólsvík og sjósund, gönguferð í Reykjadalinn með bað í heita læknum, miðnætursund með norðurljós)? Mér dettur þetta bara svona í hug af því að ég trúi því að við gætum eflt ferðamennskuna talsvert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sæl Úrsúla.  Ég hef ætíð skilið það að Bláa Lónið sé sérstaklega gert fyrir erlenda ferðamenn líkt og dýrustu laxveiðiárnar.  Hafa það dýrt og "flott" og frægt.  Persónulega finnst mér ekkert varið í Blá Lónið eftir að það var gert svona "commercial".  Ég sótti Blá Lónið fyrir mörgum árum þegar það var ennþá óuppgötvað og eingöngu "sérvitringar" fóru að baða sig í þessum "ófögnuði" eins og það var þá kallað.

Fyrir mörlandann (Íslendinga), eru almennings-sundlaugarnar. Okkar góðu og yndislegu með heitu pottana þar sem félagslífið blómstrar frá því eldsnemma á morgnana til langt fram á kvöld. Þar eru margir sem eru daglegir gestir og þeir kaupa árskort á kr. 24.000 og því kemur dagleg sundferð uppá kr. 65,- til kr. 70,-. Þá kostar hver sundferð um og undir US$ 0,50 eða € 0,35 nema viðkomandi fari bæði að morgni og aftur að kvöldi, því þetta er svo heilsubætandi, líkamlega, andlega og félagslega, þar sem félagslífið spilar svo mikið inní, þá er sundlaugaferðin e.t.v., US$ 0,25 eða € 0,20. Það þætti nú ekki dýrt í Ameríku (Kanada eða BNA) hvað þá Evrópusambandinu.

Hvað kostar sundlaugaferð í upphituðum almenningssundlaugum í þessum löndum?  - Ef þær eru þá til? 

Úrsúla;  Heldur þú að sundlaugaferð í opna, hlýja og yndislega almennings útisundlaug með heitum pottum og gufuböðum um hávetur jafnt sem hásumar, sé ekki ævintýraferð fyrir útlendinga?  Ó, jú.  En við Íslendingar, margir hverjir, erum svo samdauna þessum LÚXUS, að okkur finnst ekkert um það, og höldum þá að öðrum fynnist ekkert um það heldur.  Það er nú svo.

Með kærri kveðju,  Björn bóndi.  

Sigurbjörn Friðriksson, 28.11.2008 kl. 11:35

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Jú, okkar almenningssundstaðir eru yndislegir. Þeir útlendingar sem ég hef ferðast með hafa sagt það flest allir. Auðvitað eigum við að njóta þess að við eigum aðgang að góðum sundstöðum út um allt landið. 

Úrsúla Jünemann, 1.12.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband